Í dag gengu nemendur og starfsfólk Snælandsskóla gegn einelti, en slíkt hefur verið hefð við skólann í tengslum við 8. nóvember sem er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Vinabekkir gengu saman og einnig tóku leikskólabörn af leikskólum í hverfinu þátt í dagskránni. Genginn var hringur um Fossvogsdalinn í fallegu veðri, en eftir gönguna léku vinabekkir saman þar sem sumir spiluðu á spil en aðrir ákváðu að nýta góða veðrið og léku sér saman úti. Þá nýttu kennarar tækifærið og ræddu um ástæðu göngunnar og mikilvægi þess að sýna vináttu í verki. Ekki var annað að sjá en að nemendur hafi verið ánægðir með daginn og fagnað vináttunni.

